Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Brunnhól, 781 Höfn í Hornafirði
Símanúmer
894 8881
Vefsíða
www.bjarnanesprestakall.is
Facebook
www.facebook.com/bjarnanesprestakall
Bílastæði
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 50
Sókn
Brunnhólssókn

Brunnhólskirkja

Brunnhólskirkja er friðlýst timburkirkja frá árinu 1899 og stendur í miðjum Brunnhólskirkjugarði. Árið 1947 var þakturn var fjarlægður og forkirkjuturn úr steinsteypu var reistur. Þá var steypt utan á veggi kirkjunnar og gluggum og innréttingum breytt verulega.

Endurbætur á Brunnhólskirkju hófust að nýju árið 2004 og var ákveðið að byggja nýja kirkju innan í steyptu skelinni. Það var ákveðið að reyna endurskapa upprunalegu kirkjuna að innan eins og hægt var. Kirkjan er hvítmáluð að utan en panelklædd að innan. Árni Kjartansson arkitekt hafði yfirumsjón með verkinu og Sveinn Sighvatsson sá um smíðavinnuna. Um páskanna árið 2006 var messað á ný í kirkjunni eftir fjögurra ára hlé.

Lítið kórloft er í kirkjunni þar sem hægt er að koma fyrir nokkrum stólum, en þar að auki er að finna skrúðshús.

Altaristaflan er olíuþrykk af málverki eftir erlendan listmálara og sýnir Jesúbarnið ásamt Maríu mey og Símeon. Í kirkjunni eru altarisstjakar úr kopar, sem voru áður í Einholtskirkju. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri. Prédikunarstóllinn og skírnarfonturinn eru smíðaðir árið 1982 af Halldóri Sigurðssyni og Hlyni Halldórssyni í Miðhúsum. Klukkur Brunnhólskirkju eru báðar úr Einholtskirkju, önnur frá 1739, hin án áletrunar.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu prestakallsins.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Gunnar Stígur Reynisson
  • Sóknarprestur