
- Gunnar Eiríkur Hauksson
- Prófastur Vesturlandsprófastdæmis

Stykkishólmskirkja var vígð þann 6. maí árið 1990. Kirkjan stendur hátt og sést víða að. Hún er steinsteypt með forkirkju og turni og tekur 300 manns í sæti. Kirkjan er ein af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar. Stykkishólmskirkja var teiknuð af Jóni Haraldssyni arkitekt.
Altaristaflan er eftir listakonuna Kristínu Gunnlaugsdóttur, en hún sýnir Maríu með Jesúbarnið. Kirkjan þykir hafa mjög góðan hljómburð og tónlistarlíf er líflegt í kirkjunni. Nýtt 22 radda Klais orgel var vígt í kirkjunni árið 2012.
