Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Voðmúlastöðum, 861 Hvolsvelli
Bílastæði
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 40

Voðmúlastaðakapella

Voðmúlastaðakirkja var lengstum útkirkja frá Krossi og helguð Pétri postula í katólskri tíð. Núverandi kirkja er nefnd kapella og er ennþá í Krosssókn. Á Voðmúlastöðum eru heimildir um kirkju frá því um árið 1200. Árið 1910 var Voðmúlastaðasókn lögð niður og þáverandi kirkja rifin 1912. Það var mikill samhugur í fólki í sveitinni um að kirkja þyrfti að vera á Voðmúlastöðum og sumarið 1945 hófu þeir að byggja kapellu þar sem kirkjan stóð áður. Kapellan var byggð fyrir gjafafé og vinnan gefin. Voðmúlastaðakapella var formlega vígð 3. ágúst 1945. Miklar endurbætur hófust á kirkjuhúsinu árið 1979. Þann 18. september árið 1983 var kapellan endurhelguð. Hún tekur 70 manns í sæti. Í kapellunni er mynd í ramma af Jesú með lítið barn, væntanlega eftir Carl Block, og er hún notuð sem altaristafla. Prédikunarstóllinn var gefinn af Guðmundi Einarssyni trésmíðameistara og frú hans, Hafnarfirði. Kapellan á kaleikur úr nýsilfri og patínu úr gleri með silfurkanti.

Skírnarfonturinn gefinn af börnum Þórunnar Guðleifsdóttur og Guðjóns Sigurðssonar í Voðmúlastaða-miðhjáleigu, til minningar um móður þeirra. Orgelharmonium var gefið af Elíasi Bjarnasyni kennara í Reykjavík. Aðeins einn hlutur er í kapellunni sem var í Voðmúlastaðakirkju og það er kirkjuklukkan.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Kristján Arason
  • Sóknarprestur