Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Sauðárkróksbraut 75, 561 Varmahlíð
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 100
Sókn
Glaumbæjarsókn

Glaumbæjarkirkja

Glaumbæjarkirkja er reist á árunum 1925-1926 og í henni er margt merkilegra gripa. Þar á meðal eru spjöld úr gömlum prédikunarstóli frá árinu 1685 með myndum af Kristi, Pétri, Lúkasi, Matteusi, Markúsi, Maríu mey og krossfestingunni, sem prýða veggi kirkjunnar.

Arkitektar kirkjunnar voru Einar Erlendsson og Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og húsameistari ríkisins. Ólafur Kristjánsson frá Ábæ var yfirsmiður kirkjunnar, en Friðrik Pálsson múrari á Sauðárkróki sá um steypuvinnu og múrverk. Árið 1994 voru miklar endurbætur gerðar á kirkjunni, sem Hjörleifur Stefánsson arkitekt stýrði. Þrír bogadregnir gluggar eru á hvorri hlið kirkju og einn á hvorri hlið forkirkju. Hljómop eru á turni. Hringlaga gluggi er yfir kirkjudyrum. Fjórir steindir gluggar eru í Glaumbæjarkirkju eftir Höllu Haraldsdóttur glerlistakonu í Keflavík.

Altaristaflan er olíumálverk á lérefti, sem er áritað Zeuthen 1879. Kirkjan á kaleik, sem er ekki mjög gamall og patínu. Skírnarfonturinn er úr tré, hann var útskorinn árið 1976 og er með silfurskál. Þá á kirkjan skírnarfat úr messing. Tvær kirkjuklukkur eru í Glaumbæjarkirkju, önnur er frá árinu 1754, en hin var fengin ný árið 1864.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi