
- Edda Hlíf Hlífarsdóttir
- Prestur

Tjarnarkirkja á Vatnsnesi var byggð á árunum 1930-40. Hún er steinsteypt á grunni með járnklæddu þaki, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni arkitekt og húsameistara ríkisins, að talið er, og vígð árið 1940. Allmiklar endurbætur fóru fram árið 1990 og þá var kirkjan máluð, settar nýjar kirkjudyr, gólf forkirkju og tröppur steypt upp á nýtt með járnhandriði.
Altaristaflan sýnir upprisuna. Hún er eftirlíking af altarismynd Dómkirkjunnar í Reykjavík. Þórarinn Þorláksson málaði myndina. Kirkjan á kaleik úr silfri ásamt patínu. Þá á kirkjan gamlan kaleik úr tini, ásamt patínu, með ártalinu 1761. Skírnarskálin er úr leir og stendur á súlu. Sigrún Jónsdóttir gerði skálina.
Tvær klukkur eru í Tjarnarkirkju. Klukkurnar eru gamlar, en þykja einkar hljómgóðar.
Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

