
- Halla Rut Stefánsdóttir
- Sóknarprestur
Kirkjan sem nú stendur á Ríp var reist árið 1924 og er hlaðin úr steini. Rögnvaldur Ólafsson 1874-1917 arkitekt og húsameistari ríkisins hafði gert frumdrög að Rípurkirkju árið 1913, en þau eru afar ólík þeirri kirkju sem byggð var. Í frumdrögunum var Rípurkirkja ekki með turni en hún skartar allháum turni eins og Glaumbæjarkirkja sem reist var tveimur árum síðar eftir teikningu Rögnvalds.
Rípurkirkja var vígð þann 14. júní árið 1925. Altaristaflan er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal og sýnir skírn Jesú Krists. Hún var máluð árið 1927. Í kirkjunni er líka altaristafla á vesturgafli frá árinu 1777. Hún sýnir síðustu kvöldmáltíðina.Kirkjan á silfurkaleik og patínu. Skírnarsá og númeratöflu skar Sigurður Jónsson frá Hróarsdal úr birki og gaf kirkjunni. Í honum er silfurskál. Tvær klukkur eru á ramböldum.


