Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hörgsási 1, 700 Egilsstöðum
Símanúmer
471-2724
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 200
Sókn
Egilsstaðasókn

Egilsstaðakirkja

Egilsstaðakirkja var vígð 16. júní árið 1974 og var teiknuð af Hilmari Ólafssyni.

Bygging hennar hófst árið 1968. Guðsþjónustur voru haldnar í barnaskólanum frá því hann var byggður, eða frá hausti 1957, frá sama tíma er einnig kór Egilsstaðakirkju.

Kirkjan tekur hátt í þriðja hundrað manns í sæti, þó aðeins hafi þrengt um frá upphafi því kór var stækkaður til að koma fyrir flygli. Hljómburður þykir einkar góður í kirkjunni. Eiginlegt safnaðarheimili vantar en því er ætlaður staður við norðurvegg kirkjuskips. Orgel kirkjunnar er ítalskt 19 radda (Mascioni).

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jarþrúður Árnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Rún Tryggvadóttir
  • Prófastur Austurlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinbjörn Dagnýjarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgeir Arason
  • Sóknarprestur