Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hofsvegi, 691 Vopnafirði
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Hofssókn
Prestakall

Hofskirkja í Vopnafirði

Hofskirkja er staðsett á Hofi í Vopnafirði og er timburhús, sem byggt var árið 1901. Kirkjan stendur í Hofskirkjugarði, fallegum garði þaðan sem er gott útsýni yfir Hofsárdalinn. Björgólfur Brynjólfsson, forsmiður frá Skjöldófsstöðum í Breiðdal, teiknaði kirkjuna.

Kirkjan var klædd bárujárni í upphafi en var klædd trapisumótuðum plötum árið 1980. Kirkjan var friðuð 1. janúar árið 1990. Talið er að fyrsta kirkjan hafi verið byggð á Hofi skömmu eftir kristnitöku. Altaristaflan er olíumálverk frá 1860 og sýnir Krist upprisinn við grafarmunnann.

Altarisstjakar úr koparblöndu eru frá fyrri hluta 19. Aldar. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri eftir Jesn Christian Thorning (1805-1863). Þá á kirkjan oblátuöskju úr silfri eftir Sören P. Engel 1807-1853, sem gefin var til minningar um Guttorm Þorsteinsson prófast á Hofi.

Skírnarfonturinn er úr bæsuðu birki eftir Halldór Sigurðsson (1923-1997) í Miðhúsum, gerður árið 1988. Skírnarvatnskanna úr tini er danskur smíðisgripur frá því um 1800. Kirkjuklukkur Hofskirkju eru frá 19. öld og byrju 20. aldar.

Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • María Guðrún Ljungberg
  • Sóknarprestur