Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kálfholtsvegi, 851 Hellu
Bílastæði
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 70
Sókn
Kálfholtssókn

Kálfholtskirkja

Kálfholtskirkja var byggð á árunum 1978-79 og vígð 27. maí árið 1979. Ólafur Sigurjónsson í Forsæti var yfirsmiður. Að utan er kirkjan klædd garðastáli með innbrenndum lit, veggir ljósir og þakið rauðbrúnt. Fjórir gluggar með þremur rúðum og báruðu, gulu gleri eru á hvorri hlið kirkjunnar og einn á framstafni, uppi yfir kirkjudyrum. Fyrir kirkjudyrum er einföld hurð og yfir henni aflangur gluggi, líka með gulu báruðu gleri.

Altaristaflan er máluð á tré og útskorin með hliðarvængjum eftir Ámunda Jónsson málara. Hún er frá árinu 1773 og sýnir heilaga kvöldmáltíð. Yfir töflunni er mynd sem sýnir krossfestinguna. Skírnarfonturinn skar Ríkarður Jónsson út árið 1960. Hann hefuráletrunina: ,,Skírið þá í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda. Leyfið börnunum að koma til mín því að slíkra er Guðsríki. Mark.10.14. Til minningar um Maríu Jóhannsdóttur og Ágúst Jónsson í Sauðholti. Frá börnum þeirra. Hver sem tekur á móti einu slíku barni í mínu nafni, hann tekur á móti mér". Skírnarskálin er úr eir frá árinu 1431 með mynd af syndafallinu í botninum. Kirkjan á kaleik úr silfri, gylltan að innan, frá árinu 1676 og samstæða patínu, gullhúðaða vígslukrossi á barmi. Við vígslu kirkjunnar var nýtt orgel tekið í notkun, gefið til minningar um hjónin í Ásmúla, Ólöfu Guðmundsdóttur og Jón Jónsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Gunnbjörg Óladóttir
  • Héraðsprestur Suðurprófastdæmis