- Erla Björk Jónsdóttir
- Prestur

Upsakapella
Upsakirkja var sóknarkirkja Dalvíkur til ársins 1954, þegar Dalvíkurkirkja var byggð. Kirkjan er talinn rifin árið 1960, en þá var kórinn skilinn eftir sem kapella. Kirkjugarðurinn annast kapelluna. Á árunum 2000-2001 stóðu viðgerðir yfir á Upsakapellu, í samráði við húsafriðunarnefnd. Hún var rétt af á sökklinum og hann endurnýjaður að hluta og steypt undir. Skipt var um ytri klæðningu hússins og þak endurnýjað og smíðaðir nýir gluggar. Nýtt grindverk var smíðað og súlur við inngang. Steypt trappa og steinflísar voru lagðar á stétt. Nýr kross var smíðaður og settur á þakið.
Kristsmynd úr "kalcipasti" gerð eftir Kristsmynd Bertels Thorvaldssens stendur á altarinu. Skírnarskálin er úr kristal og borð undir. Kirkjuklukkur eru í kapellunni.
Ljósmynd tók Árni Hjartarson.

- Oddur Bjarni Þorkelsson
- Sóknarprestur