
- Elísa Mjöll Sigurðardóttir
- Sóknarprestur

Núverandi kirkja á Melgraseyri var vígð þann 10. september árið 1972. Kirkjan er timburkirkja, viðarklædd að utan og á framstafni er fangamark Krists. Hún er byggð í svokölluðum A-stíl með krossmark á austurgafli. Undir þakskeggi er gluggaband með 8 gluggum hvoru megin. Bænhús var á Melgraseyri öldum saman og hið síðasta tók af í ofsaveðri árið 1966.
Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.
