Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Þingmúla, 701 Egilsstöðum
Bílastæði
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Þingmúlasókn

Þingmúlakirkja

Þingmúlakirkja var byggð árið 1886. Hönnuður hennar var Niels Jónsson forsmiður frá Sauðhaga. Forkirkjan var smíðuð á 100 ára afmæli kirkjunnar, árið 1986. Hönnuður var Bjarni Ólafsson húsasmíðameistari. Kirkjan var friðuð 1. janúar árið 1990. Þingmúlakirkja er timburhús með opna forkirkju við vesturstafn. Kirkjan er klædd plægðri vatnsklæðningu og stendur á steinhlöðnum og steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar. Í þeim er miðpóstur og tveir fjögurra rúðu rammar. Hliðar forkirkju eru klæddar láréttum borðum að neðan en lóðréttum að ofan og súlur eru undir framhornum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir. Prédikunarstóll er milli tveggja innstu bekkjaraða, sunnan megin í framkirkju.Veggir eru klæddir strikuðum panelborðum og yfir kirkjunni er panelklædd hvelfing, stafna á milli.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jarþrúður Árnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Rún Tryggvadóttir
  • Prófastur Austurlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinbjörn Dagnýjarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgeir Arason
  • Sóknarprestur