Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kolbeinsgötu 9, 690 Vopnafirði
Símanúmer
473-1516
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 250
Sókn
Vopnafjarðarsókn
Prestakall

Vopnafjarðarkirkja

Vopnafjarðarkirkja er timburkirkja í miðju Vopnafjarðarkauptúni. Sóknin var stofnuð árið 1899 eftir mikla fólksfjölgun í kauptúninu. Á árunum 1902–1903 byggði sóknin Vopnafjarðarkirkju og á tíunda áratug síðustu aldar var safnaðarheimili byggt neðan við kirkjuna.

Í kirkjunni er altaristafla eftir Jóhannes Kjarval sem sýnir frelsarann tala til fólksins.

Stjaki úr kopar með snúnum legg frá síðari hluta 17. aldar eru úr Hofskirkju. Kirkjan á kaleik, patínu og oblátuöskjur úr silfri sem var komið í kirkjuna 1907. Skírnarfonturinn er úr eik, útskorinn árið 1962 af Wilhelm Beckmann (1909-1965). Ein kirkjuklukka í turni eru frá því um 1900 og lítil klukka í sáluhliði frá 1903. Nýjar kirkjuklukkur í turni eru steyptar í Belgíu árið 2003.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • María Guðrún Ljungberg
  • Sóknarprestur