- Jóhanna Magnúsdóttir
- Sóknarprestur

Ásólfsskálakirkja
Árið 1952 var hin gamla Ásólfsskálakirkja rifin af grunni og byrjað var á byggingu nýrrar kirkju á hinum steypta grunni. Byggt var eftir teikningu frá Húsameistara ríkisins. Yfirsmiður kirkjunnar var Sigurjón Magnússon bóndi í Hvammi. Kirkjan var vígð árið 1955. Frá 1967 til 1974 var unnið að endurbótum kirkjunnar. Altaristafla kirkjunnar er eftirmynd af erlendu listaverki og sýnir Jesú og lærisveinana. Hún er máluð af Matthíasi Sigfússyni listmálara. Kirkjan á silfurkaleik og patínu frá árinu 1710. Þá á kirkjan kaleik úr silfri með vör og 20 sérbikara. Skírnarfonturinn er gjöf frá Guðlaugi Sigurðssyni trésmíðameistara í Reykjavík og smíðaður af honum. Keypt var nýtt rafmagnsorgel í kirkjuna árið 2001. Kirkjuklukkurnar í turninum eru frá 1833 og 1739.
Ljósmynd tók Matt Riggott.