Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kirkjuvegi 100, 900 Vestmannaeyjar
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 240
Sókn
Ofanleitissókn

Landakirkja

Landakirkja er friðuð steinhlaðin kirkja með steinsteyptan stöpul og turn við vesturstafn. Kirkjan er undir krossreistu þaki, rismikið einhalla þak er á útskotum, lágreist píramítaþak á stöpli og rismikið píramítaþak á turni. Steinsteyptur stöpull er undir sökkli. Þrír oddboga gluggar eru á hvorri hlið kirkjuskips, tveir heldur minni á þremur hliðum turns og fjórir efst. Einn lítill gluggi er efst á austurgafli. Smíði kirkjunnar hófst árið 1774, en talið er að henni hafi ekki lokið að fullu fyrr en árið1780. Altaristaflan sýnir Maríu mey, Jesúbarnið, Jósef og vitringana þrjá. Málverkið málaði danski málarinn Gustav T. Wegener um 1848, líklega að einhverju leyti eftir málverki sem Landakirkju var gefið árið 1674.

Prédikunarstóllinn er bakvið og yfir altarinu. Kirkjan á kaleik og patínu, sem smíðuð voru af Ásbirni Jacobsen gullsmíðameistara í Kaupmannahöfn. Gripir þessir komu úr Voðmúlastaðakirkju árið 1910. Klukkur Landakirkju eru frá árunum 1617 og 1743. Eldri klukkan er eini gripur Landakirkju sem til er frá því fyrir Tyrkjaránið 1627.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Guðmundur Örn Jónsson
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Viðar Stefánsson
  • Prestur