Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hvammi Laxárdal, 551 Sauðárkróki
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 80
Sókn
Hvammssókn

Hvammskirkja í Skagafirði

Hvammskirkja í Laxárdal er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1892. Hönnuðir hennar voru Ólafur Briem yngri og Þorlákur Þorláksson forsmiðir. Þak kirkjunnar er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með krossreistu þaki. Kirkjuveggir eru klæddir listaþili en þök bárujárni. Kirkjan stendur á steinhlöðnum og steinsteyptum sökkli og er stöguð niður á hornum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar og einn heldur minni á framstafni. Í þeim er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar. Hljómop með hlera fyrir er á framhlið turns. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð. Altristaflan er olíumálverk eftir Ingunni Eydal, sem málað var árið 1985 og sýnir Jesú blessa börnin. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem hugsanlega eru þýskir gripir frá 19. öld. Tvær klukkur úr kopar eru í turni Hvammskirkju. Önnur þeirra mun vera frá árinu 1910, hin er gömul skipsklukka.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi