Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kolbeinsstöðum, Kolbeinsstaðavegi, 311 Borgarnesi
Bílastæði
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 80
Sókn
Kolbeinsstaðasókn

Kolbeinsstaðakirkja

Kolbeinsstaðarkirkja var vígð þann 10. júní árið 1934. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, gerði uppdrætti kirkjunnar. Hún er byggð úr steinsteypu, með járnvörðu timburþaki, forkirkju og turni upp af. Innst er innbyggður kór með kórboga og tveimur hliðarbogum. Gluggar á hvorri hlið aðalkirkjunnar eru fimm, bogadregnir. Tveir smærri bogagluggar eru á forkirkju. Þrír litlir bogagluggar með lituðu gleri eru á kórgafli. Ennfremur er hringlaga gluggi fyrir ofan dyr.

Altaristöfluna málaði Brynjólfur Þórðarson, hún er eftirmynd altaristöflu eftir Carl Bloch og sýnir Jesú flytja fjallræðuna. Altaristaflan var gefin til kirkjunnar árið 1934. Kirkjan á afar fornan kaleik, sem er forkunnarfagur gripur. Patínan er úr silfri og er einnig gömul. Oblátuaskjan er frá árinu 1725. Skírnarfontinnfgerði Friðrik Friðleifssyni tréskurðarmeistara úr tré, en skírnarskálin er tinskál frá árinu 1922. Tvær gamlar kirkjuklukkur eru í Kolbeinsstaðakirkju.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Brynhildur Óla Elínardóttir
  • Sóknarprestur