Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Unaðsdal, 401 Ísafirði
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 70
Sókn
Unaðsdalssókn

Unaðsdalskirkja

Unaðsdalskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1897. Hönnuður hennar var Jakob Guðmundsson forsmiður í Æðey. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með risþaki. Kirkjan er klædd bárustáli og stendur á hlöðnum og steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír bogadregnir gluggar og einn sjónarmun minni á framstafni yfir kirkjudyrum. Í þeim er krosspóstur og sex rúður í römmum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og bogagluggi yfir.

Altaristaflan er olíumálverk á striga frá árinu 1899 eftir danska málarann Anker Lund og sýnir Krist lækna Bartímeus blinda. Kirkjan á silfurkaleik og patínu , sem munu vera íslenskir smíðisgripir, en aldur þeirra er óviss. Klukkur Unaðsdalskirkju eru báðar úr kirkjunni á Snæfjöllum. Önnur er forn með gotnesku letri, hin var steypt í Bergen í Noregi árið 1791.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis