Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Mælifelli, 561 Varmahlíð
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 60
Sókn
Mælifellssókn

Mælifellskirkja

Mælifellskirkja var byggð árið 1924 og vígð þann 7. júní árið eftir. Kirkjan er steinsteypt og var klædd að utan með álklæðningu árið 1982. Turn er á forkirkju og er lítill gluggi á suðurhlið turns. Yfir dyrum áður en gengið er í kirkjuskip, er áletrun á gamalli fjöl, sem enginn veit hvaðan er komin. Tilvitnunin er úr Prédikaranum 5.1: „Vakta þinn fót þá þú gengur til Guðs húss.“ Yfir dyrum í kirkjuskipi er mynd eftir Magnús Jónsson og sýnir ummyndunina á fjallinu. Á hvorri hlið kirkjuskips eru tveir bogadregnir gluggar með mislitum rúðum. Lítill gluggi er í kór til suðurs en til norðurs dyr inn í skrúðhús.

Altaristaflan er eftir Magnús Jónsson, guðfræðiprófessor. Hún var gefin kirkjunni um 1950 og sýnir Fjallræðuna. Skírnarfonturinn er frá árinu 1973. Hann er innfluttur frá Englandi. Kirkjan á silfurkaleik og patínu frá árinu 1974. Í klukkuturni eru tvær veglegar klukkur, önnur frá vígslu kirkjunnar, hin yngri, stærri og hljómmeiri.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi