Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Símanúmer
483-3616
Kirkjugarður
Fjöldi: 160
Sókn
Þorláks og Hjallasókn

Þorlákskirkja

Þorlákskirkja var vígð 28. júlí 1985 af herra Pétri Sigurgeirssyni, biskupi Íslands. Tíu árum fyrr gaf Árnessýsla 18.000 fermetra lands undir kirkjugarð og um sama leyti var ákveðið að byggja kirkju í Þorlákshöfn.

Hönnuður kirkjunnar var Jörundur Pálsson, arkitekt og byggingarmeistari var Sverrir Sigurjónsson. Altaristaflan er múrrista gerð af Gunnsteini Gíslasyni. Hún heitir “Herra, bjarga þú mér” og byggir á 30. versi í 14. kafla Matteusarguðspjalls. Altari og prédikunarstóll eru úr íslensku grágrýti og teiknað af Jörundi Pálssyni, arkitekt og unnið í Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar. Skírnarfonturinn er úr íslensku grágrýti og gabbro, einnig teiknað af Jörundi og unnið í sömu steinsmiðju.

Átján radda pípuorgel, sem Björgvin Tómasson smíðaði, kom í kirkjuna árið 1996. Í kirkjunni er flygill. Pílárar við altari, handrið á stiga upp á kórloft og handrið framan á kórlofti eru úr járni og myndefnið er tónkvísl. Sigurður Ólafsson, bifvélavirki og hagleiksmaður á járn og tré, smíðaði allt járnverk kirkjunnar, þar á meðal reku sem ber form fisks.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Munda Jónsdóttir
  • Sóknarprestur