
- Edda Hlíf Hlífarsdóttir
- Prestur
Svínavatnskirkja er timburkirkja og stendur á jörðinni Svínavatn við samnefnt stöðuvatn. Elstu heimildir um kirkju á Svínavatni eru frá fyrri hluta 14. aldar og var sú kirkja helguð Pétri postula í kaþólskum sið. Núverandi kirkja er frá 1882. Kirkjan er timburreist á steinsteyptum sökkli. Altaristafla er eftir H.V. Westergaard frá 1902 og sýnir Krist ganga á Genesaretvatni.

