Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hellnavegi, 356 Snæfellsbæ
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 50
Sókn
Hellnasókn

Hellnakirkja

Hellnakirkja var vígð þann 12. ágúst árið 1945, enbygging hennar hófst árið 1943. Notað var úr gömlu kirkjunni það efni sem nýtilegt var. Að utan var hún klædd með sléttu asbesti og báruasbest á þaki. Yfirsmiður var Hallgrímur Ólafsson á Dagverðará. Árið 1961 var kirkjan mikið endurbætt. Grind, fótstykki og klæðning endurnýjuð og hún klædd að utan með bárujárni.

Kirkjan tekur um 40 kirkjugesti. Altaristaflan er í útskorinni tréumgjörð með silfurskildi og sýnir hún Krist í Emmaus. Kirkjan á silfurkaleik og patínu. Á kaleikinn er letrað Hein Bjarnesson og stimpill 1940. Skírnarfonturinn er úr steinsteypu með rismyndum á hliðum eftir Ásmund Sveinson. Kirkjuklukkur Hellnakirkju eru tvær. Hin stærri hefur áletrunina ,,Pedersen København 1804. Gud er æren”. Á þeirri minni stendur: ,,1841 Kristin Grímsdóttir og Guðmundur Jónsson”.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Brynhildur Óla Elínardóttir
  • Sóknarprestur