Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Völlum, 621 Dalvík
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 60

Vallakirkja

Vallakirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var á árunum 1997–2000. Hönnuður hennar var Jon Nordsteien arkitekt. Vallakirkja, sem smíðuð var árin 1997–2000, er nákvæm eftirlíking Vallakirkju sem Þorsteinn Þorsteinsson smiður á Upsum smíðaði árið 1861 og brann 1. nóvember árið 1996. Krossreist þak er á kirkjunni, en lágreist risþak á stöpli bæði klædd bárujárni. Kirkjan er klædd slagþili sem gengið er frá með vatnsbretti að neðan og skásettu súgborði uppi undir þakskeggi. Hún stendur á steinhlöðnum sökkli og framundan kirkjudyrum eru trétröppur með fimm þrepum.

Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með tveimur átta rúðu römmum og aðrir tveir á kórbaki en póstagluggi með tveimur sex rúðu römmum uppi á stafninum og annar á framstafni stöpuls og yfir honum bjór. Fjögurra rúðu gluggi er efst á gaflhyrnu framstafns kirkjunnar. Um glugga eru faldar og vatnsbretti, það efra stutt kröppum.

Fyrir kirkjunni eru spjaldsettar vængjahurðir. Gamla altarið bjargaðist í brunanum, en altaristaflan er ný. Hún er með sama myndefni og sú gamla, en ekki eftirlíking. Hún er máluð af Guðríði Völvu Gísladóttur, listakonu. Kvöldmáltíðarmynd er fyrir miðju, krossfestingin á vinstri væng og upprisan á þeim hægri.

Kirkjan á kaleik og patínu, sem fegin voru til kirkjunnar árin 1895 og 1896. Skírnarfonturinn var smíðaður og skorinn út af Hjálmari Ingimundarsyni árið 2000. Hann er nákvæm eftirmynd gamla fontsins sem var frá árinu 1946. Klukkur Vallakirkju eru stálklukkur frá árunum 1825 og 1856.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Erla Björk Jónsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Oddur Bjarni Þorkelsson
  • Sóknarprestur