Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Reykholtsvegi, 320 Reykholti
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 350
Sókn
Reykholtssókn

Reykholtskirkja

Nýja kirkjan í Reykholti var vígð þann 28. júlí árið 1996. Hún var teiknuð af Garðari Halldórssyni arkitekt og er kirkjan rómuð fyrir hljómburð. Hljóðhönnun annaðist Gunnar H. Pálsson verkfræðingur. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem er smíði Eggerts Guðmundssonar í Sólheimatungu frá öndverðri 19du öld. Auk þess á kirkjan þjónustukaleik og patínu úr silfri, sem er smíði Sveins Þorvaldssonar í Hvammi í Dýrafirði frá öndverðri 19. öld. Frobeniusorgel úr Dómkirkjunnar í Reykjavík er í kirkjunni. Steindir gluggar eftir Valgerði Bergsdóttur skreyta kirkjuna. Skírnarfonturinn er úr klébergi. Hann er gjöf frá Norðmönnum. Skírnarfatið er frá því um 1500. Nýr kross var reistur fyrir stafni kirkjunnar sumarið 2012.

Í kirkjunni eru kirkjuklukkur úr gömlu kirkjunni. Sú stærri er frá síðmiðöldum, ef til vill frá 16. öld, hin frá árinu 1745.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • María Guðrúnar. Ágústsdóttir
  • Sóknarprestur