Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Leirá, Leirársveitarvegi, 301 Akranes
Bílastæði
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 50
Sókn
Leirársókn

Leirárkirkja

Leirárkirkja er friðlýst steinsteypukirkja, sem byggð var árið 1914. Hönnuður hennar var Rögnvaldur Ólafsson arkitekt. Forkirkja var byggð við kirkjuna árið 1951. Forkirkjan var stækkuð og endurbyggð á árunum 1973-1974 og kirkjan klædd trapisujárni að utan. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með píramítaþaki. Kirkjan er klædd trapisustáli, þak bárujárni en turnþak sléttu járni. Á hvorri hlið kirkju eru þrír bogadregnir gluggar. Hvorum megin kirkjudyra er mjór ferstrendur gluggi en fyrir dyrunum spjaldsettar vængjahurðir. Altaristaflan er olíumálverk eftir Eggert Guðmundsson listmálara frá árinu 1950 og sýnir Krist upprisinn framan við grafarmunnann. Kirkjan á silfurkaleik og patínu smíðuð af Sigurði Þorsteinssyni gullsmíðameistara í Kaupmannahöfn. Klukkur Leirárkirkju eru frá 1699 og 1739.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jón Ármann Gíslason
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Ólöf Margrét Snorradóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þóra Björg Sigurðardóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þráinn Haraldsson
  • Sóknarprestur