- Fjölnir Ásbjörnsson
- Prestur
Bænhúsið í Furufirði
Bænhúsið í Furufirði er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1899. Hönnuður þess er talinn vera Benedikt Hermannsson smiður og bóndi í Reykjafirði og Jón Snorri Árnason smiður á Ísafirði. Lágreist risþak er á kirkjunni og kross upp af framstafni. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar með miðpósti og tveimur þriggja rúðu römmum og einn fjögurra rúðu gluggi á framstafni yfir dyrum.
Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir. Yfir altarinu er hvítur kross. Bænhúsið á tvo nýlega samstæða altarisstjaka. Fyrir miðju bænhúsinu er olíulampi úr koparblöndu. Ein kirkjuklukka er í bænhúsinu jafngömul húsinu, steypt í Noregi.
Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson
Vígðir þjónar



- Hildur Inga Rúnarsdóttir
- Prestur

- Magnús Erlingsson
- Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis
