
- Halla Rut Stefánsdóttir
- Sóknarprestur

Flugumýrarkirkja er steinsteypt, einlyft hús, sem byggt var árið 1930 og vígt árið 1931. Kirkjan var mjög mikið endurnýjuð og endurvígð árið 1970. Kirkjan er með gráum múr á veggjum, skarsúðarklæðningu upp í rjáfur. Á hvorri hlið kirkju eru þrír bogadregnir gluggar. Á framstafni eru gluggar sitt hvoru megin við turninn. Fyrir ofan kirkjudyr er bogadreginn gluggi og kross. Hlómop eru á kirkjuturni.
Prédikunarstóllinn er skreyttur af Grétu Björnsson svo og altari. Altaristaflan er vængjatafla, sem sýnir kvöldmáltíðina, en á vængjum eru Móses og Aron. Áletrun er á töflunni er: Anno 1772 er denne altertafle foræret af Taarsten Stengrímsen. Kirkjan á silfur kaleik og patínu með ártalinu 1837. Í kirkjunni er finnsk silfurskírnarskál og kirkjuklukka er í turni hennar.


