Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Flugumýri, 561 Varmahlíð
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 50
Sókn
Flugumýrarsókn

Flugumýrarkirkja

Flugumýrarkirkja er steinsteypt, einlyft hús, sem byggt var árið 1930 og vígt árið 1931. Kirkjan var mjög mikið endurnýjuð og endurvígð árið 1970. Kirkjan er með gráum múr á veggjum, skarsúðarklæðningu upp í rjáfur. Á hvorri hlið kirkju eru þrír bogadregnir gluggar. Á framstafni eru gluggar sitt hvoru megin við turninn. Fyrir ofan kirkjudyr er bogadreginn gluggi og kross. Hlómop eru á kirkjuturni.

Prédikunarstóllinn er skreyttur af Grétu Björnsson svo og altari. Altaristaflan er vængjatafla, sem sýnir kvöldmáltíðina, en á vængjum eru Móses og Aron. Áletrun er á töflunni er: Anno 1772 er denne altertafle foræret af Taarsten Stengrímsen. Kirkjan á silfur kaleik og patínu með ártalinu 1837. Í kirkjunni er finnsk silfurskírnarskál og kirkjuklukka er í turni hennar.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi