Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Krossi, Gunnarshólmavegi, 861 Hvolsvelli
Bílastæði
Safnaðarheimili
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 110
Sókn
Krosssókn

Krosskirkja

Krosskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1850. Hönnuður er talinn vera Halldór Guðmundsson, forsmiður í Strandarhjáleigu. Á krossreistu þaki upp af framstafni er ferstrendur turn með risþaki. Skásettur gluggi með fjögurra rúðu ramma er á framstafni turns. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og einn á framstafni yfir kirkjudyrum. Í þeim er miðpóstur og tveir átta rúðu rammar. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir. Í upphafi var kirkjan klædd slagþili og rennisúð en var síðar klædd bárujárni. Árið 1934 var kirkjan klædd að innan með krossviði, smíðuð í hana hærri hvelfing en verið hafði, setuloft stytt, þil gert um altaristöflu og forkirkja þiljuð af framkirkju.

Altarið er eftir Ámunda Jónsson snikkara, gert árið 1786, prýtt útskornum máluðum bekk. Altaristaflan er vængjatafla á stalli með yfirbrík, gerð í Danmörku árið 1650 og gefin kirkjunni í kjölfar Tyrkjaránsins árið 1627. Miðtaflan sýnir upprisu Krists. Á hægri væng er Jesús sýndur niðurlægður, en á vinstri væng er hann sýndur í allri sinni dýrð. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri, smíðuð af Halldóri Þórðarsyni um miðja 19. Öld. Skírnarfonturinn er úr blágrýti, gerður árið 1959 í steinsmiðju Magnúsar G. Guðnasonar í Reykjavík. Táknmyndir á hliðum eru etir Knút R. Magnússon. Klukkur Krosskirkju eru frá 1743 og 1742.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Kristján Arason
  • Sóknarprestur