Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kirkjustræti 16, 101 Reykjavík
Símanúmer
520-9700
Vefsíða
domkirkjan.is
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 450
Sókn
Dómkirkjusókn

Dómkirkjan í Reykjavík

Dómkirkjan í Reykjavík er friðlýst kirkja, sem byggð var árið 1796. Kirkjan er hlaðið steinhús. Eldri hluti hennar var reistur á árunum 1788-1796. Hönnuður hennar var Andreas Kirkerup hirðarkitekt. Dómkirkjan var stækkuð og mikið breytt á árunum 1847-1848. Hönnuður breytinganna var Laurits Albert Winstrup arkitekt.

Altaristaflan er olíumálverk frá árinu 1847 eftir danska málarann G.T. Wegener og sýnir Krist rísa upp af gröf sinni. Eftir henni hafa verið gerðar margar eftirmyndir. Umgjörðina teiknaði Winstrup í síðklassískum stíl. Skírnarfontinn gerði Bertil Thorvaldsen úr ítölskum marmara með lágmyndir á öllum hliðum. Í skírnarfontinum er ávöl slétt silfurskál. Kirkjan á silfurkaleik og patínu og voru munirnir gefnir Víkurkirkju árið 1784. Gripi þessa smíðaði Sigurður Þorsteinsson gullsmíðameistari í Kaupmannahöfn. Altarisstjakarnir eru elstu gripirnir sem kirkjan á. Þeir voru gefnir Víkurkirkju árið 1715. Orgel Dómkirkjunnar var smíðað á orgelverkstæði Karl Schuke í Berlín árið 1985. Umgjörðina teiknaði Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. Tvær kirkjuklukkur eru í Dómkirkjunni. Önnur er frá árinu 1777, hin litlu yngri. Talið er að þær séu báðar úr gömlu Víkurkirkju.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Elínborg Sturludóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinn Valgeirsson
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Guðrún Karls Helgudóttir
  • Biskup
Mynd sem tengist textanum
  • Eva Björk Valdimarsdóttir
  • Prestur/Biskupsritari