Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Sólheimum, 805 Selfossi
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 194

Sólheimakirkja

Sólheimakirkja var vígð þann 3. júlí árið 2005, en bygging hennar hófst í ágúst árið 2002. Kirkjan er eign Sólheima, en hún var fjármögnuð af styrktarsjóði Sólheima og peningagjöfum einstaklinga og fyrirtækja. Arkitekt Sólheimakirkju er Árni Friðriksson og rúmar hún 168 manns í sæti. Útveggir Sólheimakirkju eru steinsteyptir. Hlaðið er með torfi að útveggjum, sem á að hafa sögulega tengingu við íslenska torfbæinn. Þakið er pýramídalaga með útbyggingu og þakglugga yfir kór. Formið er sótt í Hestfjallið sem er skammt sunnan Sólheima. Veðurhlíf á þaki kirkjunnar er úr rekavið frá Krossnesi á Ströndum.

Að innan er allt þak og gólf klætt með íslensku lerki. Altaristaflan er ofin á Sólheimum og var alfarið unnin og hönnuð á Sólheimum.Hún sýnir Jesú með börnin. Ólafur Guðmundsson myndlistamaður og umsjónarmaður listasmiðjunnar hafði veg og vanda af henni. Hún er þæfð og er með tilvísanir í starfsemi Sólheima. Börnin sem eru með Jesú á myndinni eiga að tákna þau fimm börn sem komu með Sesselju Sigmundsdóttur, þegar hún hóf starfsemi á Sólheimum í upphafi.

Ljósmynd tók Jóna Þórunn Ragnarsdóttir.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Kristín Þórunn Tómasdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Bergþóra Ragnarsdóttir
  • Djákni