
- Jón Ármann Gíslason
- Prestur

Kapellan í Vatnaskógi var reist árið 1948 en innréttuð og vígð sumarið 1949. Bjarni Ólafsson kennari gerði teikningu hennar en Ólafur Guðmundsson húsasmíðameistari, faðir hans, var yfirsmiður hennar og hóf að reisa hana vorið 1948 ásamt Sveini Jónssyni samstarfsmanni sínum. Gunnar Bjarnason, sonur Bjarna og sonarsonur Ólafs Guðmundssonar hafði umsjón með viðgerð og lagfæringu á kapellunni á árunum 1997-1999. Það sem vekur augað, þegar komið er inn í kapelluna, er Kristsmynd úr postulíni, eftirmynd af listaverki Bertels Thorvaldsens. Á fótstall myndarinnar eru rituð orð Jesú Krists: „Komið til mín“ Matt.11:28. Í þakskeggi kapellunnar fyrir dyrum úti hangir lítil kirkjuklukka sem stundum er notuð til að hringja inn athafnir í kapellunni.
Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson



