- Fjölnir Ásbjörnsson
- Prestur
Hraunskirkja
Hraunskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1885. Hönnuður hennar var Sigurður Jónsson snikkari. Hún hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1980. Þak kirkjunnar er krossreist og klætt spæni en veggir listaþili.
Kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með þriggja rúðu römmum. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir til hlífðar innri hurð. Altaristaflan er vængjatafla, máluð á tré og sýnir miðtaflan síðustu kvöldmáltíðina. Taflan var gefin kirkjunni árið 1751. Önnur altaristafla er í kirkjunni, sem einnig er máluð á tré og sýnir krossfestinguna. Töflunnar er getið í vísitasínu árið 1749. Kirkjan á silfurkaleik og patínu sem eru danskir smíðisgripir frá árinu 1740.
Prédikunarstóllinn er með fimm hliðum með myndum eftir Hjalta Þorsteinsson 1665-1754 prófasts og málara í Vatnsfirði. Skírnarfonturinn er tréfótur með blárri skírnarskál. Fóturinn var kominn í kirkjuna árið 1966, en skálin var gefin árið 2000. Ein kirkjuklukka er í Hraunskirkju og er hún leturlaus.

- Hildur Inga Rúnarsdóttir
- Prestur

- Magnús Erlingsson
- Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis
