
- Elísa Mjöll Sigurðardóttir
- Sóknarprestur

Skálmarnesmúlakirkja er bændakirkja í Reykhólahreppi. Hún var byggð á árunum 1952-1960 og teiknuð árið 1951 hjá embætti Húsameistara ríkisins af arkitektunum Bárði Ísleifssyni og Erlendi Helgasyni, en Sveinn Kjarval teiknaði prédikunarstólinn, sem og altarisgrindur og bekki. Kirkjan er byggð úr holsteini og hófst bygging hennar árið 1952 og var hún vígð þann 7. ágúst árið 1960. Altaristöfluna málaði Anker Lund árið 1899.
Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.
