Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hofsstöðum, Siglufjarðarvegi, 551 Sauðárkróki
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 60
Sókn
Hofsstaðasókn

Hofstaðakirkja

Hofstaðakirkja er timburkirkja á steyptum grunni byggð árið 1905. Smiður hennar var Jón Björnsson. Kirkjan stóð nokkru norðar en var flutt árið 1985 í nóvember og um leið steyptur kjallari og innréttað safnaðarheimili. Á kirkjunni eru þrír gluggar á hvorri hlið, bogadregnir, hver með 20 rúðum. Turn er á forkirkju, með tenntum súlum. Kirkjan er máluð fölgræn með ljósgráum römmum, hvelfing er ljósblá. Kirkjan er máluð rauð og hvít, hurð er spjaldahurð og ofan hennar er skreyting og viðarkross. Altaristaflan er kvöldmáltíðarmynd eftir Jón Hallgrímsson málara og bónda á Lóni í Viðvíkursveit. Hún var máluð á tré árið 1782. Kirkjan á silfurkaleik og patínu sem smíðuð voru af Arnóri Arnórssyni gullsmið um 1840. Prédikunarstóllinn er sextrendur með máluðum myndum af guðspjallamönnunum frá árinu 1723. Skírnarfonturinn er úr furu og í honum er kristalskál. Klukkur Hofstaðakirkju eru tvær, önnur er sennilega elsta klukka Skagafjarðar, hin er nýleg.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi