Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hofi, 566 Hofsósi
Kirkjugarður
Fjöldi: 80

Hofskirkja á Höfðaströnd

Hofskirkja á Höfðaströnd er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1870. Hönnuður hennar var Vigfús Reykdal forsmiður. Þök kirkjunnar eru krossreist og bárujárnsklædd. Upp af framstafni er ferstrendur turn með lágt píramítaþak og spíra með krossi upp af. Undir honum er lágur stallur. Turninn er klæddur sléttu járni og listum. Bogadregnir faldar um falska hlera eru á þremur hliðum. Kirkjan er klædd slagþili og stendur á steinhlöðnum og steinsteyptum sökklum og er stöguð niður á hliðum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír krosspóstagluggar með fjórum rúðum, tveir á kórbaki og einn á hvorri hlið forkirkju. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð.

Altaristaflan er vængjabrík í barokkstíl frá árinu 1655. Fyrir miðju er kvöldmáltíðarmynd, en innsetningarorðin á vængjum innanverðurm. Á vængjum utanverðum eru myndir af Móse og Aroni. Prédikunarstóllinn er í barokkstíl frá árinu 1650. Útskorinn skírnarfontur og skál úr fægðu stáli komu í kirkjuna um 1975. Klukkur Hofskirkju eru frá árunum 1706 og 1710.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi