Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Breiðabólsstaður Skógarströnd við Breiðabólsstaðarkirkjuvegur, 371 Búðardal
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Breiðabólsstaðarsókn

Breiðabólsstaðarkirkja á Skógarströnd

Breiðabólstaðarkirkja var vígð þann 16. september árið 1973. Gamla kirkjan brann þann 29. ágúst, árið 1971. Bjarni Ólafsson kennari teiknaði kirkjuna. Kirkjusmiður var Þorvaldur Brynjólfsson. Kirkjan er úr timbri, vönduð að allri gerð, grunnur úr járnbentri steinsteypu og platan járnbundin. Veggir eru timburgrind, en að utan er kirkjan klædd með timbri, tjörupappa og plastklæðningu. Gluggar eru þrír á hvorri hlið með tvöföldu gleri og hverjum glugga er skipt í sex reiti. Í forkirkju eru tveir gluggar og fjórir gluggar í turni.

Altaristaflan sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Hún var máluð af Benedikt Gunnarssyni árið 1974. Kirkjan á silfurkaleik og patínu með gotnesku lagi. Patínan er gyllt að innan. Skírnarfonturinn er gerður úr íslenskum steini, með fangamarki Krists. Í kirkjunni er ein kirkjuklukka, nokkuð stór.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Gunnar Eiríkur Hauksson
  • Prófastur Vesturlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Hilda María Sigurðardóttir
  • Sóknarprestur