Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Húsavík, 721 Borgarfirði Eystri
Bílastæði
Fjöldi: 35

Húsavíkurkirkja

Húsavíkurkirkja var byggð á árunum 1937-1939 og vígð haustið 1939. Hún er timburkirkja á steyptum grunni, járnklædd með trékrossi yfir dyraburst. Kirkjan tekur 32 í sæti. Fyrir dyrum eru steyptar tröppur og yfir þeim klukkuport sem hvílir á tveim trésúlum. Í kirkjunni er klukka ein hljómgóð, en önnur sem tilheyrði gömlu kirkjunni var seld til Borgarfjarðar. Kirkjan er bændakirkja, en að henni stóðu fimm eigendur jarða sem enn voru í byggð í sókninni. Yfirsmiður var Jón Þorsteinsson byggingameistari í Álfhól í Seyðisfirði. Meðal gripa kirkjunnar er skírnarfontur eða skál úr tini sem merkt er S.P. F. 1685, tveir góðir ljósastjakar úr kopar og laglegur kaleikur með patínu og korporaldúk.

Ljósmynd á Minjastofnun.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jarþrúður Árnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Rún Tryggvadóttir
  • Prófastur Austurlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinbjörn Dagnýjarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgeir Arason
  • Sóknarprestur