
- Edda Hlíf Hlífarsdóttir
- Prestur

Hólaneskirkja er grámálað steinhús með járnklæddu hvítu þaki með innbrenndum lit. Kirkjan var vígð þann 20. október árið 1991, en smíði hennar hófst árið 1979. Arkitektar kirkjunnar voru Örnólfur Hall og Ormar Þór. Í grunni er kirkjan með hefðbundnu lagi, kirkjuskip og klukknaturn á vesturstafni og gengið er inn sunnanvert í turninn.
Kirkjan á kaleik og patínu, sem komu upphaflega úr Spákonufellskirkju, talið smíðað árið 1784. Þá á kirkjan stóra patínu úr silfurpletti. Auk þess á kirkjan kaleik og patínu úr leir frá Kristnihátíðinni á Þingvöllum árið 2000. Skírnarsár er úr marmara, með kúlulaga skírnarskál sem er glær. Gamall skírnarsár úr tré með leirskál er geymdur í kjallara kirkjunnar. Í kirkjunni er altaristafla, sem upphaflega kom úr Spákonufellskirkju. Hún er merkt árinu 1784 og skammstöfunni Sig Þorst. Orgel kirkjunnar, Johannus, er stafrænt rafmagnsorgel frá árinu 1995. Auk þess er píanó í kirkjunni.

