Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Skorradalsvegur, 311 Borgarnesi
Bílastæði
Salerni
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 30
Sókn
Fitjasókn

Fitjakirkja

Fitjakirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1897. Hönnuðir kirkjunnar voru bræðurnir Júlíus og Stefán Guðmundssynir bændur á Fitjum. Kirkjan er með krossreist bárujárnsklætt þak. Veggir eru klæddir listaþili og kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með þriggja rúðu römmum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, þær innri fjölspjalda.

Altaristafla Fitjakirkju er eftir Þóreyju Magnúsdóttur, Æju, sem fædd er árið 1964. Myndina gerði hún árið 1998 úr rekaviðarflettingum með róðukrossi úr leir. Boginn yfir henni er úr sama rekaviðnum. Kirkjan á kaleik, sem áður var í Grindavíkurkirkju og patínu sem kom úr Kálfholtskirkju í Rangárvallasýslu. Þetta munu vera íslenskir smíðisgripir frá 19. öld og komu í kirkjuna árið 1915. Skírnarfonturinn var teiknaður og smíðaður af Sveini Ólafssyni myndskera árið 1994. Tvær klukkur eru í Fitjakirkju. Önnur mun vera frá 19. öld, hin líklega frá síðmiðöldum.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • María Guðrúnar. Ágústsdóttir
  • Sóknarprestur