Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Papey, 766 Djúpavogi
Kirkjugarður
Fjöldi: 15

Bænhúsið Papey (Papeyjarkirkja)

Kirkjan í Papey er frá árinu 1902 og er hún gerð úr timbri. Þakið er krossreist og klætt bárujárni en veggir klæddir lóðréttri, plægðri og tjargaðri borðaklæðningu. Kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hornum með keðjum. Á hvorri hlið kirkjunnar eru tveir póstagluggar með tveimur, þriggja rúðu römmum og fjögurra rúðu gluggi er á framstafni yfir kirkjudyrum. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð og bjór yfir.

Inn af dyrum eru framkirkja og kór. Veggbekkur norðan megin er óslitinn stafna á milli en sunnan megin er veggbekkur rofinn af prédikunarstól framan við innri glugga. Altari er við kórgafl, nærri norðurvegg. Olíuþrykksmynd, sem sýnir upprisu Krists, var yfir altarinu fram til ársins 1990. Kirkjan á silfurhúðaðan kaleik og patínu úr tini. Tvær klukkur eru í Papeyjarkirkju og gætu þær verið frá 17. öld.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Ingibjörg Jóhannsdóttir
  • Djákni Austurlandsprófastsdæmi
Mynd sem tengist textanum
  • Arnaldur Arnold Bárðarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Benjamín Hrafn Böðvarsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
  • Sóknarprestur