Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Reykjum, 561 Varmahlíð
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 80
Sókn
Reykjasókn

Reykjakirkja

Reykjakirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1897. Hönnuður hennar var Þorsteinn Sigurðsson forsmiður. Þak kirkjunnar er krossreist, brot á því ofarlega og lægri halli að mæni en risþak á kór, bæði klædd bárujárni. Kirkjan er klædd vatnsklæðningu og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír bogadregnir smárúðóttir steypujárnsgluggar, einn á hvorri hlið kórs, og einn heldur minni á framhlið stöpuls. Lítill gluggi er á framstafni kirkju hvorum megin stöpuls og hálfhringgluggi hvorum megin á stöpulhliðum. Stöpull nær upp að mæni kirkju og á honum er áttstrent þak. Á því stendur áttstrendur burstsettur turn með földum um fölsk hljómop og há áttstrend spíra yfir. Turnþök eru klædd sléttu járni. Fyrir kirkjudyrum er einföld hurð og bogagluggi yfir.

Altaristaflan er eftir Arngrím Gíslason málara frá árinu 1885. Hún sýnir lík Krists búið til greftrunar. Kirkjan á silfurkaleik og patínu. Kaleikurinn er forn, í gotneskum stíl, en patínan er yngri. Skírnarfonturinn er úr birki og er eftir Svein Ólafsson myndskera. Tvær klukkur eru í Reykjakirkju, önnur er frá árinu 1897, hin er úr eldri kirkju.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi