- Sólveig Halla Kristjánsdóttir
- Sóknarprestur

Reykjahlíðarkirkja
Bygging núverandi kirkju hófst árið 1958 og var hún teiknuð af Jóhannesi Sigfinnssyni bónda á Grímsstöðum. Verkið var unnið af heimamönnum en yfirsmiður var Jón Stefánsson á Öndólfsstöðum. Árið 1990 var kirkjan stækkuð til suðurs og byggt fordyri, bogabygging í hálfhring umhverfis turninn samkvæmt teikningum Gylfa Guðjónssonar, arkitekts. Kirkjan er hvítmáluð með grænu þaki. Fjórir gluggar með gotnesku lagi eru á hvorri hlið og einn heldur minni á kór og turni. Auk þess eru hringlaga gluggar á þremur hliðum turns.
Altaristaflan er gömul vængjatafla úr tré. Tvær batikrúður eftir Sigrúnu Jónsdóttur eru í kirkjunni. Kirkjan á silfurkaleik og patínu. Önnur er með áletrun ANNO 1790, hin virðist leturlaus álíka gömul og álíka stór. Skírnarfonturinn var útskorinn af Jóhanni Björnssyni, sem einnig skar út predikunarstólinn. Tvær kirkjuklukkur eru yfir dyrum.
Ljósmynd tók Jón Grétarsson.

- Þorgrímur G. Daníelsson
- Sóknarprestur