Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Sunnuvegi, 680 Þórshöfn
Símanúmer
468-1150
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 120
Sókn
Þórshafnarsókn

Þórshafnarkirkja

Þórshfnarkirkja er í hefðbundnum kirkjustíl, steypt hús og safnaðarheimili er á jarðhæð. Hún var vígð þann 22. ágúst árið 1999. Aðalinngangur í kirkjuna er á vesturgafli og er þá komið inn í forkirkju. Úr forkirkju er gengið beint inn í kirkjuskipið. Í kirkjunni eru stólar fyrir 156 manns og möguleiki á að bæta nokkuð við. Innst í kirkjunni er altari, prédikunarstóll og skírnarfontur á upphækkun. Á austurgafli kirkjunnar er stór trékross smíðaður af Jóhanni Ingimarssyni, bróður fyrrum sóknarprests sr. Ingimars Ingimarssonar. Þar sem tré krossins mætast er ferningur sem myndar tígul og í honum er gler með fimm rauðum punktum. Þessi hluti krossins er alltaf upplýstur. Krossinn rammast inn af glugga sem er lóðréttur beggja vegna krossins og beygir að ofan inn að miðju og tengist í odd beint yfir krossinum. Gluggar á kirkjuturni eru opnanlegir og er opnun stjórnað með rofum sem eru á sönglofti. Ný lýsing að utan var tekin í gagnið haustið 2024.

Kirkjan á gylltan kaleik og oblátubuðk, sem keypt var fyrir vígsludaginn. Þá var keypt gyllt patína í febrúar árið 2000. Þrjár kirkjuklukkur ásamt fjarstýrðum hringibúnaði er í kirkjunni. Þær voru helgaðar og teknar í notkun á tveggja ára vígsluafmæli kirkjunnar þann 26. ágúst árið 2001.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús G. Gunnarsson
  • Prestur