Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Barði, 570 Fljótum
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 100
Sókn
Barðssókn

Barðskirkja

Barðskirkja í Fljótum er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1888. Hönnuður hennar var Gísli P. Sigmundsson forsmiður frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. Þök kirkjunnar eru krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með lágt píramítaþak. Undir honum er stallur, sjónarmun breiðari. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og einn á framstafni forkirkju. Í þeim er krosspóstur og rammar með sex rúðum. Einnar rúðu gluggi er á framstafni kirkju hvorum megin forkirkju og tveggja rúðu gluggi á framhlið turns. Á norðurhlið forkirkju eru kirkjudyr og fyrir þeim vængjahurðir. Altaristaflan er kvöldmáltíðarmynd, máluð á tré. Hún mun vera íslensk. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem eru líklega íslensk smíð frá miðri 19. öld. Prédikunarstóllinn er frá árinu 1700 og er með máluðum myndum af frelsaranum og guðspjallamönnunum. Skírnarfonturinn er úr fægðu stáli, sem og skírnarskálin, sem er hvítmáluð að innan. Klukkur Barðskirkju eru tvær. Önnur gæti verið frá 18. öld, hin er forn.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi