Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Siglufjarðarvegur, 566 Hofsósi
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 50
Sókn
Fellssókn

Fellskirkja

Fellskirkja í Sléttuhlíð er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1881. Hönnuður hennar var Árni Jónsson forsmiður. Risþak er á kirkjunni, en krossreist á forkirkjunni. Upp af framstafni er kross og undir honum er lágur ferstrendur stallur með íbjúgt píramítaþak, klæddur sléttu járni. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum og steinsteyptum sökklum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar og einn á suðurhlið forkirkju. Í þeim er krosspóstur og fjórar rúður. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir og bjór yfir.

Altaristaflan er eftir Niels Anker Lund og er frá árinu 1919. Hún sýnir Jesú lækna dóttur Jaírusar. Kirkjan á kaleik og patínu úr tini frá árinu 1685. Skírnarfonturinn er úr birki og er eftir Svein Ólafsson myndskera frá árinu 1980. Tvær koparklukkur eru í Fellskirkju og hanga þær á ramböldum í forkirkjunni. Þær gætu verið frá 17. eða 18. öld.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi