Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Garðavegi, 210 Garðabær
Símanúmer
565-6380
Vefsíða
gardasokn.is
Bílastæði
Hljóðkerfi
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Safnaðarheimili
Fjöldi: 150

Garðakirkja

Garðakirkja í Görðum á Álftanesi er sóknarkirkja Garðasóknar. Sr. Þórarinn Böðvarsson, sóknarprestur í Görðum og prófastur í Kjalarnesprófastdæmi hvatti til þess, að kirkjan yrði endurreist. Sr. Þórarinn lét því byggja nýja kirkju í Görðum á eigin kostnað. Kirkjuhúsið var hlaðið úr tilhöggnum steini. Blámálað hvolfþak var í ferhyrndum reitum með gylltri stjörnu í hverjum reit og þótti kirkjan eitt glæsilegasta guðshús landsins á þeim tíma. Svo var komið um miðja tuttugustu öldina að eftir stóð af Garðakirkju tóftin ein, þak- og gluggalaus og hinir hlöðnu steinveggir Þórarins Böðvarssonar óvarðir fyrir veðri og vindum.

Fenginn var arkitekt, Ragnar Emilsson, til þess að teikna endurgerð kirkjunnar. Hann jók við turni vestan við hina hlöðnu veggi, sem fyrir voru. Byggingarmeistari var Sigurlinni Pétursson. Hann lét flytja líparít frá Drápuhlíðarfjalli við Stykkishólm, steypti líparítið í hellur, sem hann lagði síðan um kirkjugólfið. Garðakirkja var endurvígð þann 20. mars árið 1966. Altaristaflan er máluð af Halldóri Péturssyni þar sem Keilir er í bakgrunni. Verkið er unnið út frá Matt:16:16 „Þú ert Kristur sonur hins lifanda Guðs”. Kirkjan á kaleik og patínu sem eru minningargjafir. Uppdrátt að prédikunarstólnum og skírnarfontinum gerði Ragnar Emilsson, en útskurður er eftir Ríkarð Jónsson.

Skírnarskálin er úr silfri. Orgelið er af Steinmaier gerð. Tvær kirkjuklukkur í turninum eru frá vígsludegi kirkjunnar. Í upphafi var þriðja klukkan í turninum. Var hún lítil og kom úr gömlu Garðakirkju. Mun sú klukka nú vera í Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra í Hafnarfirði.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Hans Guðberg Alfreðsson
  • Prófastur Kjalarnessprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Jóna Hrönn Bolladóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Matthildur Bjarnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigurvin Lárus Jónsson
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Benedikt Sigurðsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Vilborg Ólöf Sigurðardóttir
  • Djákni við Bessastaðasókn