Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Þóroddsstöðum, 641 Húsavík
Bílastæði
Salerni
Kirkjugarður
Fjöldi: 80
Sókn
Þóroddsstaðarsókn

Þóroddsstaðarkirkja

Ný kirkja var reist á Þóroddstað á grunni þeirrar gömlu og var hún vígð þann 9. ágúst árið 1987. Grunnteikningu gerði Þórir Baldvinsson arkitekt, en nánari útfærslu annaðist Einar Fr. Jóhannesson byggingarfulltrúi á Húsavík og Árni Árnason á Akureyri. Yfirsmiður var Björgvin Björgvinsson bóndi á Þóroddsstað. Með honum vann Gunnar Hafdal bóndi á Hrafnsstöðum. Upp frá steyptum grunni gengur stálgrind og er hún klædd með timbri utan og innan, og einangruð með 6 tommu steinull. Fjórir gluggar eru á hvorri hlið og þrír á hvorum stafni smíðaðir af Hlöðver P. Hlöðverssyni á Björgum. Í báðum dyrum eru vængjahurðir úr eik. Yfir útidyrum og gluggum, til hliðar við dyrnar eru útskorin hlífðarbretti gerð af Friðgeiri Jónssyni í Ystafelli.

Fyrir nokkrum árum réðist söfnuðurinn í það stórvirki að kaupa pípuorgel í kirkjuna, og bárust í það góðar peningagjafir m.a. til minningar um Sigrúnu Jónsdóttur frá Rangá. Altaristaflan er eftir Sveinunga Sveinungason frá Lóni í Kelduhverfi. Kirkjan á silfurkaleik og patínu með áletrun Indriða Þorsteinssonar og ártalinu 1848. Skírnarsár með krystalsskál er eftir bræðurna Aðalgeir og Sigurð Halldórssyni á Stóru Tjörnum. Hann kom í kirkjuna fyrir árið 1970. Pípuorgel kom í kirkjuna árið 1993. Það smíðaði Björgvin Tómason orgelsmiður. Vestan við kirkjuna er klukknaport. Í gömlu Þóroddstaðakirkju voru þrjár kirkjuklukkur. Tvær þeirra eru nú í Þorgeirskirkju.

Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Sólveig Halla Kristjánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgrímur G. Daníelsson
  • Sóknarprestur