Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Ljósavatni, 641 Húsavík
Kirkjugarður
Fjöldi: 40
Sókn
Ljósavatnssókn

Ljósavatnskirkja

Ljósavatnskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var á árunum 1891–1892. Hönnuður hennar var Björn Jóhannsson smiður og bóndi á Ljósavatni. Risþak lagt bárujárni er á kirkjunni. Kirkjan er klædd plægðri vatnsklæðningu og stendur á steinsteyptum sökkli. Strikað kverkband er efst á veggjum undir þakskeggi og er leitt út á súluhöfð efst á hornborðum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír smárúðóttir gluggar og einn heldur minni á framstafni. Yfir gluggum er vatnsbretti stutt kröppum. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir.

Altaristaflan er málverk frá árinu 1918 eftir danska listmálarann Christian Bang og sýnir Krist og samversku konuna. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem smíðuð voru árið 1749 af Magnúsi Björnssyni gullsmið í Gilhaga í Skagafriði. Klukkur Ljósavatnskirkju eru frá árunum 1810 og 1828.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Hafdís Davíðsdóttir
  • Sóknarprestur