Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Skólavegi 69, 750 Fáskrúðsfjörður
Símanúmer
475-1193
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 125
Sókn
Kolfreyjustaðarsókn

Fáskrúðsfjarðarkirkja

Fáskrúðsfjarðarkirkja eða Búðakirkja er steinsteypuhús með krossstúkur við hliðarveggi og safnaðarheimili við kórbak. Kirkjan var byggð árið 1914 og friðuð 1. janúar 1990. Hönnuður hennar var Björn Kristleifsson arkitekt.

Upp af vesturstafni kirkjunnar er bárujárnsklæddur, ferstrendur timburturn á lágum stalli. Á honum er pýramídaþak sem sveigist út undan sér að neðan og er klætt sléttu járni. Hljómop með hlera og bogaglugga yfir er á turnhliðum. Á kirkjunni eru mænisþök klædd bárujárni. Veggir eru múrhúðaðir og efst á stöfnum undir þakbrúnum er múrhúðuð vindskeið, bogadregin neðst, þverskorin að neðan og strikuð múrbrún undir þakskeggi. Á hvorri hlið kirkjunnar eru fimm bogadregnir smárúðóttir gluggar og þrír á framstafni yfir kirkjudyrum. Fyrir kirkjudyrum eru inndregnar spjaldsettar vængjahurðir og lágbogi yfir.

Á safnaðarheimili eru fimm bogagluggar, tveir ferkantaðir gluggar á kjallara og hringgluggi efst á stafninum. Dyr með spjaldsettri hurð eru á norðurhlið safnaðarheimilis. Kór er undir minna formi og sunnan megin í honum er afþiljað skrúðhús og gengið úr því í prédikunarstól innst í framkirkju. Að norðanverðu er opin stúka og dyr að safnaðarheimili að kórbaki. Veggir eru múrhúðaðir eins og hvelfingar yfir framkirkju og kór. Safnaðarheimilið var reist við kórbak árið 1997. Altaristaflan er olíumálverk eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, hún er frá 1930 og sýnir Jesú blessa börnin. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri og silfurhúðaða vínkönnu frá fyrri hluta 20. aldar. Skírnarfonturinn er frá miðri 20. öld var útskorinn af Wilhelm E. Beckmann myndskera. Pípuorgel úr mahoní er í kirkjunni, smíðað af Björgvini Tómassyni orgelsmið.

Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Ingibjörg Jóhannsdóttir
  • Djákni Austurlandsprófastsdæmi
Mynd sem tengist textanum
  • Arnaldur Arnold Bárðarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Benjamín Hrafn Böðvarsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
  • Sóknarprestur