Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Garpsdalsvegi, 381 Reykhólahreppur
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 40
Sókn
Garpsdalssókn

Garpsdalskirkja

Garpdalskirkja var byggð á árunum 1934-1935. Kirkjan er járnklædd timburkirkja á steinsteyptum sökkli. Guðjón Samúelsson arkitekt og húsameistari ríkisins teiknaði kirkjuhúsið með sérbyggðum kór og forkirkju undir klukkuturni. Yfirsmiður var Björn Jónsson smiður frá Skógum í Þorskafirði. Kirkjan var vígð þann 16. júní árið 1935. Á hvorri hlið kirkjuskips eru fjórir gluggar bogadregnir með sex rúðum. Í forkirkjunni er einn bogadreginn gluggi með þremur rúðum. Í turni eru þrír bogadregnir gluggar á sitt hvorri hlið. Efst á turni er ljósakross.

Altaristaflan er eftirmynd af mynd eftir Anker Lund. Brynjólfur Þorláksson málaði hana og sýnir hún Jesú og orðin Komið til mín. Kirkjan á gullhúðaðan silfurkaleik og patínu. Í Garpdalskirkju eru tvær kirkjuklukkur með ártalinu 1742.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Elísa Mjöll Sigurðardóttir
  • Sóknarprestur